Innréttingar

   

Andinn á Búllunni er einstakur og eiga innréttingarnar stóran þátt í því. Kristín Gunnarsdóttir innanhúshönnuður var fengin til að hanna útlitið og sjá um allt yfirbragð. Í sameiningu ákváðu hún og Tómas að innrétta Búlluna þannig að það væri eins og hún hefði verið til um árabil. Því var reynt að nota allt sem gamalt var og margnotað til að ná rétta andrúmsloftinu. Það voru hæg heimatökin því Tómas lumaði á tækjum og innréttingum frá fyrri tíð sem nýttust vel. Þar var af mörgu að taka eftir 23 ára brölt.

 

Gamla Kaffi Skeifan verður Hamborgarabúllan
Hamborgarbúlla Tómasar   Hamborgarbúlla Tómasar

Það var hálfgerð tilviljun að Búllan varð til í þeirri mynd sem hún er. Sumarið 2003 var Tómas hættur öllu sem tengdist Hótel Borg eftir 10 ára rekstur. Hann hafði jafnvel gert því skóna að flytjast erlendis og var búinn að vera 2 mánuði í Buenos Aires í Argentínu og kominn heim til að ganga frá ýmsum lausum endum áður en lengra væri haldið. 

Það kom þó í ljós að Tómas var ekki tilbúinn til að leggja árar í bát þegar hann rakst á grein í helgarblaði Morgunblaðsins um gömlu Kaffi Skeifuna og húsið sem hún var í við Geirsgötu. Kom fram í greininni að til stæði að leiga húsið út eftir margra ára niðurníðslu.

Þegar Tómas fór á stúfana og sagði vinum og kunningjum að hann væri jafnvel að hugsa um að fara aftur í hamborgarbransann lyftist brúnin á fólki svo það varð úr að gengið var til samninga og húsið við Geirsgötu tekið á leigu frá 1. janúar 2004.


Unnið hörðum höndum
Hamborgarbúlla Tómasar   Hamborgarbúlla Tómasar Innréttingar hófust strax og húnæðið var leigt. Gísli Petersen var fenginn til að sjá um smíðarnar með aðstoð hinna ýmsu iðnaðarmanna. Meðan á standsetningu stóð elduðu þeir Tómas og Örn hamborgara til prufu á gamla veitingahúsinu Jónatan Livingston Mávur sem staðið hafði autt um tíma hinum megin götunnar en þeir fengu afnot af því fyrsta árið.

Jónatan Livingston Mávur varð einnig bækistöð fyrir Tómas og smiðina. Melkorka Katrín, dóttir Tómasar, var þar tíður gestur og lék sér við vinkonurnar sem fengu gjarnan að koma með.

 

 

 

 

Tommi

B˙llu tˇnlist


Opna spilara!  

HBT ehf. | kt. 4112033790 | Kringlan 4-12, 103 Rvk | Skrifstofa Tómas S: 896 6213 | t_tomasson@hotmail.com