Saga Búllunar

Hamborgarabúlla Tómasar við Geirsgötu var opnuð 10. apríl 2004, af þeim Tómasi A. Tómassyni og sonum hans tveim, þeim Ingva Tý og Tómasi Áka ásamt Erni Hreinssyni. Kristín Gunnarsdóttir hannaði innréttingarnar.  

Búllan varð fljótt mjög vinsæl og í kjölfarið voru tvær Búllur opnaðar til viðbótar. Auk Búllunnar við Geirsgötu eru Búllur reknar við Bíldshöfða 18 í Reykjavík,  í Hafnarfirði og nú í nóvember 2009  við Ofanleiti 14, Reykjavik .


Matseðillinn
Matseðill Búllunnar er einfaldur. Boðið er upp á þrjár stærðir af hamborgunum: venjulegan búlluborgara sem er 120 gr., lítinn búlluborgara sem er 82 gr., og tvöfaldan sem er 164 gr. Á matseðlinum eru einnig Hard Rock grísasamloka og Rib Eye mínútusteik úr nautaframhrygg. Svo er boðið uppá klassíska djöflatertu og mjólkurhristing sem lagaður er úr kúluís.

 

Glóðarsteikt á gasgrilli
Allir hamborgarar eru glóðarsteiktir á amerísku gasgrilli og er lögð rík áhersla á að grillbragðið komi í gegn. Inni í hverjum borgara eru iceberg salatblað, tómatsneið, og saxaður laukur ásamt  tómatsósu, sinnepi og majónesi. Með þessu er svo hægt að fá franskar kartöflur og kokteilsósu eða bernaisesósu.

Gæðakjöt
Frá upphafi hefur rík áhersla verið lögð á gæði hráefnisins og er eingöngu notað hakk úr völdum bitum úr 1.flokks A og B nautakjöti án nokkurra aukaefna. Kjötið er gróft hakkað svo finna megi fyrir því þegar borðað er.

Maðurinn á bak við Búlluna
Að baki Búllunni stendur Tómas A. Tómasson sem er best þekktur sem Tommi í Tommaborgurum sem hann stofnaði árið 1981 og rak í rúm þrjú ár. Tommaborgarar voru fyrsta skyndibitakeðjan á Íslandi. Á ferli sínum hefur Tómas rekið fjölda veitingastaða enda frumkvöðull á sínu sviði. Hann opnaði meðal annars veitingahúsið Hard Rock Cafe í Kringlunni, veitingahúsið Sprengisand við Bústaðaveg og Kaffibrennsluna við Pósthússtræti 9 ásamt því að hafa endurgert og rekið Hótel Borg. Alls hefur Tómas komið nálægt opnun yfir 20 veitingastaða á Íslandi.
 

 

 

 

Tommi

B˙llu tˇnlist


Opna spilara!  

HBT ehf. | kt. 4112033790 | Kringlan 4-12, 103 Rvk | Skrifstofa Tómas S: 896 6213 | t_tomasson@hotmail.com