Myndir af Tomma

    

Tommi heitir fullu nafni Tómas Andrés Tómasson og er fæddur 4.apríl 1949. Tómas hóf skólagöngu sína í Miðbæjarskólann og fór svo í Melaskóla og Hagaskóla. Þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands þegar hann var 15 ára. Fyrstu kynni af veitingamennsku hófust þegar hann var í Versló veturinn1966, en þá réð hann síg í aukavinnu með skólanum hjá Prima pulsum í Austurstræti við það að sópa portið fyrir framan Nýja Bíó þar sem pulsubarinn var. Stundum fékk hann að afgreiða pulsurnar sem var eitthvað sem átti vel við hann. Tommi hætti í Versló eftir 2 ára nám þar sem námið gekk ekki nægjanlega vel. Þá flutti hann til Ameríku og var þar einn vetur í ,,high school” en kom aftur heim vorið 1967.

Matreiðslunám hjá Loftleiðum
Tommi 1971, lærlingur í kokkaskólaTómas hóf nám í matreiðslu árið1967 í flugeldhúsi Loftleiða uppi á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðir var þá annað af aðalflugfélögum landsins. Eftir eins árs nám var honum ljóst að hann ætlað sér að eignast sinn eigin veitingastað og hótel þegar fram liðu stundir. Tómas áttaði sig á því að ef hann ætlaði að ná árangri þyrfti hann meira en iðnnámið eitt. Hann dreif sig því aftur í Verslunarskólann og stundaði nám þar samhliða kokkanáminu. Hann útskrifaðist með sveinspróf í matreiðslu vorið 1971. Að því loknu fór hann til Frankfurt í Þýskalandi og vann þar á Steigenberger Airport Hotel um sumarið. Hann útskrifaðist svo með verslunarpróf frá Verslunarskóla Íslands vorið 1972.

Tómas hélt áfram störfum hjá Loftleiðum fram til haustsins 1972 en þá tók hann að sér að sjá um veislur og mannfagnaði fyrir Dansskóla Hermanns Ragnars að Háaleitisbraut. Þaðan lá leiðin á City hótel þar sem hann var hótelstjóri sumarið 1973. Þá keypti hann Matarbúðina, litla matvöruverslun í Hafnarfirði þar sem hann var fram á vorið 1974. Verslunarreksturinn gekk ekki sem skyldi og búðinni var lokað.

Festi í Grindavík
Tómas réð sig sem framkvæmdastjóra við félagsheimilið Festi í Grindavík. Þar var Tómas í rúm 3 ár og gekk gjarnan undir nafninu Tommi í Festi. Í Festi var allskonar starfsemi, veislur, árshátíðir, bingó og brúðkaup, svo ekki sé minnst á sveitaböllin sem haldin voru um helgar með öllum helstu hljómsveitum landsins. Einnig voru allir fundir og aðrir mannfagnaðir Grindavíkur haldnir í Festi. Tómas setti svo upp kvikmyndasýningar sem nutu gífurlegra vinsælda enda videovæðingin ekki komin.

Námsárin í USA
Árið 1977 hélt Tómas svo með þáverandi eiginkonu sinni og tveimur sonum til Miami. Þar stundaði hann nám í hótelskólanum við Florida International University. Þaðan útskrifaðist hann árið 1979 með B.Sc., gráðu í alþjóðahótelrekstrarfræði og rekstri veitingastaða. Þaðan lá leiðin til Kaliforníu þar sem hann vann um sumarið á veitingastaðnum Gulliver í Los Angeles. Hann kom svo heim um haustið og flæktist milli starfa, fráskilinn og í reiðileysi. Það var svo um sumarið 1980 sem hann leitaði sér hjálpar og snéri blaðinu við.

Tommahamborgarar
Tómas Andrés Tómasson Tómas opnaði svo veitingahúsið og hamborgarastaðinn Tommahamborgarar þann 14. mars 1981 að Grensásvegi 7 í  Reykjavík. Viðtökurnar voru vonum framar og fljótlega opnuðu Tommahamborgarar á Laugavegi og Lækjartorgi, og svo í Keflavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Einnig opnaði Tómas um vorið 1982 matsölustaðinn Potturinn og pannan með fyrrum samstarfsmönnum sínum hjá Loftleiðum, þeim Sigurði Sumarliðasyni og Úlfari Eysteinssyni sem nú rekur veitingastaðinn Þrír Frakkar hjá Úlfari.

Villti tryllti Villi
Haustið 1982 opnaði Tómas unglingaskemmtistaðinn Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Staðurinn gekk vel í nokkra mánuði sem  unglingastaður án vínveitinga en var síðan breytt í skemmtistaðinn Safari með vínveitingum.

Tómas tók svo ákvörðun um að selja allan sinn rekstur haustið 1983 þegar hann hafði selt yfir 1.000.000 milljón hamborgara.

Frá Hard Rock Cafe til Hótel Borgar
Photo by Pall StefanssonEftir breytingarnar fór Tómas til Los Angeles í eitt ár í almenna vettvangsrannsókn og hvíld. Sumarið 1984 kynntist hann Isaac B. Tigrett, eiganda Hard Rock Cafe í London og NewYork. Þeir gerðu samkomulag um að opna Hard Rock Cafe í Reykjavík og varð það að veruleika í Kringlunni árið 1987. Þremur árum síðar opnaði Tommi skemmtistaðina Glaumbar og  Ömmu Lú. Síðar kom Grillhúsið og svo Hótel Borg með Skuggabarnum og Kaffibrennslunni. Tómas rak Hard Rock og Hótel Borg í 10 ár en aðra staði skemur enda skammt stórra högga á milli í veitingabransanum.

Búllan á Bíldshöfða
Eftir fjölbreyttan og oft spennandi feril var svo komið að Búllunni, en sú hugmynd vatt fljótt uppá sig. Í dag rekur Tómas Búlluna uppi á Bíldshöfða en aðrar Búllur eru reknar sjálfstætt og eru í eigu þeirra sem reka þær. Er það gert með svokölluðum nafnleigusamningi eða ,,franchise agreement”. Hamborgarabúllan varð 4 ára þann 10. apríl 2008.

 

Viðtöl

Hinn fullkomni hamborgari Tomma - Matur og vín 

 

 

 

 

 

Tommi

B˙llu tˇnlist


Opna spilara!  

HBT ehf. | kt. 4112033790 | Kringlan 4-12, 103 Rvk | Skrifstofa Tómas S: 896 6213 | t_tomasson@hotmail.com